Körfubolti

Fékk yfir­burðar­kosningu sem varnar­maður ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rudy Gobert með Anthony Edwards, liðsfélaga sínum hjá Minnesota Timberwolves.
Rudy Gobert með Anthony Edwards, liðsfélaga sínum hjá Minnesota Timberwolves. AP/David Zalubowski

Frakkinn Rudy Gobert jafnaði met í NBA deildinni í körfubolta þegar hann var kjörinn besti varnarmaður deildarinnar í fjórða skiptið á ferlinum.

Gobert hefur farið á kostum í vörninni í miðherjastöðunni hjá Minnesota Timberwolves en hann vann einnig þessi verðlaun 2018, 2019 og 2021 þegar hann var leikmaður Utah Jazz.

Aðeins tveir aðrir í NBA sögunni hafa náð að vinna þessi verðlaun fjórum sinnum en það eru þeir Dikembe Mutombo og Ben Wallace.

Timberwolves var tölfræðilega með bestu vörn deildarinnar og Gobert var með 2,1 varið skot og 9,2 varnarfráköst að meðaltali í leik.

Gobert fékk yfirburðarkosningu en hann fékk 72 atkvæði í fyrsta sætið og alls 4.333 stig. Næstur honum kom nýliðinn Victor Wembanyama með 19 atkvæði í fyrsta sætið og alls 245 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×